Nú er hægt að greiða með greiðslukortumJæja, þetta eru skrýtnir tímar svo ekki sé meira sagt. Það er ekkert erfitt fyrir fólk að verða dapurt og leitt við svonar aðstæður. 
Þá er gott að draga upp jákvæðnina, ef hún er þá ekki nú þegar uppi á borðum, og muna að allt tekur enda – líka erfiðleikar af öllu tagi. Eftir stendur maður yfirleitt keikari en áður eða a.m.k. reynslunni ríkari og með einhvers konar lærdóm í farteskinu.

Amma-Dútta er a.m.k. hvergi bangin (nema smá við veiruna!) og tilkynnir hér með að núna er hægt að greiða með debet- og kreditkortum á vefnum.

Kærar spritt- og þvottakveðjur til ykkar allra, 
Amma-Dútta

Agusta Thordardottir

Leave a comment

Please note: comments must be approved before they are published.