Snemma beygist krókurinn

Að læra snemma að leggja til hliðar held ég að sé ómetanlegur lærdómur. Ekki allir hafa það í sér að spara og stundum bjóða hvorki uppeldi né aðstæður uppá að það sé sjálfgefið að kunna það. Ef börnum er gefið tækifæri til að upplifa að það, að safna fyrir hlutum sé alltaf möguleiki, þá læra þau a.m.k. tvennt; að verða þolinmóðir neytendur og gildi þess að eyða ekki öllu jafnóðum – heldur eiga eitthvað í handraðanum. Þolinmóður neytandi hugsar sig tvisvar um áður en hann stekkur inní búð og eyðir laununum sínum.

Þessi blöð sem ég útbjó fyrir börnin glæða vonandi áhugann hjá þeim á að spara – að sjá sparnaðinn vaxa myndrænt er hvetjandi að gera enn betur. Fjársjóðsblaðið er hugsað sem hugmyndabanki fyrir þau til að afla tekna :)

Bestu kveðjur og njótið með börnunum ykkar, Amma-Dútta

 

 

Agusta Thordardottir

Leave a comment

Please note: comments must be approved before they are published.