Vísir að vori – og þá fæðast nýjar NafnamyndirNú hef ég búið til útgáfur af Nafnamyndunum sem ætlaðar eru fyrir … við skulum segja eldri en ungabörn. Ég gat ómögulega sæst á eitt ákveðið útlit – svo þetta endaði í sex seríum! Þær eru hver með sínu sniði; sumar mjúkar, aðrar litsterkar, einhverjar léttar og aðrar eitthvað annað. Fjölbreyttar eins og lífið sjálft og mannfólkið. Engar tvær myndir verða nákvæmlega eins því útlitið fer eftir stöfum og texta.

Eitt af því mikilvægasta í lífi hverrar manneskju er nafnið hennar. Það sem mér finnst skemmtilegast við mörg nöfnin er uppruni þeirra og hvað þau merkja, þegar sú vitneskja er til staðar. 

Myndirnar verða afhentar í ramma og textann þarf að senda á gustath@simnet.is.

Kveðja, Amma-Dútta
Agusta Thordardottir

Leave a comment

Please note: comments must be approved before they are published.