Um mig

Vertu velkomin(n) á svæðið og gaman að sjá þig.

Ég heiti Ágústa, nefnd í höfuðið á hinni harðduglegu móðurömmu minni. Ég ber líka nafnið Sigríður, nefnd eftir föðurafa mínum, honum Sigurði, sem var prentlærður.
Ég hef unnið sem grafískur hönnuður s.l. 20 ár og þar á undan í prentsmiðjum og prentþjónustum. 

Það var á haustmánuðum 2019 sem ég fékk hugmynd að Nafnamyndunum og síðan hefur verkefnið þróast í rólegheitunum. Ég er svo ánægð að hafa látið verða af því að koma þessu af stað því ferðalagið er búið að vera ótrúlega skemmtilegt – og auðvitað strembið :)

Nafnið á fyrirtækinu er nafnið sem heyrðist þegar fyrsta ömmustelpan mín sagði „Amma-Gústa“ :)

Takk fyrir að kíkja inn.

Bestu kveðjur, Ágústa